Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

04.06.2018

Fréttir úr 1. bekk

Fréttir úr 1. bekk
Miðvikudaginn 29. maí kom Ævar vísindamaður í heimsókn í Álftanesskóla og las upp úr nýjustu bók sinni Ofurhetjuvíddin. Guðjón Máni einn af ofurhetjunum í bókinni er í 1.bekk og fékk hann mynd af sér með Ævari vísindamanni.
Nánar
04.06.2018

Grænfánaverkefni: plönturæktun í Álftanesskóla

Grænfánaverkefni: plönturæktun í Álftanesskóla
Á vegum Grænfánaverkefnisins í Álftanesskóla höfum við sáð fræjum nokkurra jurta, sem allar eru útijurtir (nema chili) og allar eru ætar! Fræin spíruðu og jurtirnar eru farnar að vaxa hratt. Nemendur í 6. bekk hjálpuðu til við verkið. Við skoðuðum...
Nánar
04.06.2018

Þemadagar í 4., 5. og 6. bekk

Þemadagar í 4., 5. og 6. bekk
Í síðustu viku voru þemadagar í 4. - 6. bekk sem tengjast grænfánamarkmiðum skólans. Nemendur unnu í hópum fjölbreytt verkefni tengd umhverfinu og voru markmiðin næring, matarvenjur/matarsóun og hreyfing. Meðal verkefna var að búa til ratleik...
Nánar
04.06.2018

Lokaverkefni nemenda í 10. bekk

Lokaverkefni nemenda í 10. bekk
Undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur í 10. bekk unnið hörðum höndum að lokaverkefnum sínum. Þar sem námsgreinum dönsku, ensku, íslensku, náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði var fléttað saman. Nemendur unnu saman í hópum og áttu að stofna...
Nánar
04.06.2018

Vorferð hjá 3. bekk

Vorferð hjá 3. bekk
Þriðji bekkur fór í vorferð á Náttúrustofu Kópavogs og í Furulund í Heiðmörk. Í Heiðmörkinni nutu þau sín vel, höfðu nóg fyrir stafni í skóginum og gæddu sér svo á grilluðum pylsum. Vorferðin í gekk glimrandi vel og veðrið lék við okkur.
Nánar
04.06.2018

Fuglafit fréttabréf Álftanesskóla

Fuglafit fréttabréf Álftanesskóla
Fuglafit - fréttabréf Álftanesskóla hefur nú verið gefið út í fjórða og síðasta sinn á þessu skólaári. Fréttabréfið má finna á heimasíðu skólans undir Skólinn - Fréttabréf.
Nánar
01.06.2018

Borð fyrir einn - lokaverkefni nemenda í 9. bekk

Borð fyrir einn - lokaverkefni nemenda í 9. bekk
Í gær var sýning á lokaverkefnum nemenda í 9. bekk í list- og verkgreinum. Þema sýningarinnar var "Borð fyrir einn" sem er afrakstur vinnu vetrarins. Hver nemandi hannaði kökudisk, tertuspaða eða tertuhníf, diskamottu eða servíettu og uppskriftarbók...
Nánar
29.05.2018

Sumaráhrifin og lestur

Sumaráhrifin og lestur
Á vef Menntamálastofnunar má finna áhugaverða grein um mikilvægi þess að viðhalda lestri barna í sumarfríinu. Í greininni er hlekkur á sumarlæsisdagatal sem getur verið skemmtileg leið til að hvetja börn til lestrar.
Nánar
25.05.2018

5. bekkur í fuglaskoðun

5. bekkur í fuglaskoðun
Þann 23. maí síðastliðinn fóru nemendur í 5.bekk í Álftanesskóla í göngutúr um nesið að skoða fuglalífið. 43 nemendur og 3 kennarar fóru ásamt Jóhanni Óla og Ólafi í göngutúrinn. Áður voru umsjónakennarar árgangsins búnir að skoða fuglavefinn með...
Nánar
24.05.2018

Vinaliðar í Álftanesskóla

Vinaliðar í Álftanesskóla
Haustið 2017 tók Álftanesskóli upp verkefnið Vinaliðar. Vinaliðar eru valdir af samnemendum í upphafi starfstímabils og starfa í frímínútum. Þeir skipuleggja og stjórna leikjum þar sem öllum nemendum býðst að taka þátt. Þetta verkefni hefur gefist...
Nánar
18.05.2018

Nemendur í 7. bekk á blakmóti

Nemendur í 7. bekk á blakmóti
Í síðustu viku var í fyrsta skipti haldið blakmót fyrir bæjarfélög í UMSK og lét Álftanesskóli sig ekki vanta. Keppt var í Kórnum á 64 völlum. Að þessu sinni voru það 24 nemendur í 7.bekk sem tóku þátt í blakmótinu og stóðu sig frábærlega ásamt því...
Nánar
17.05.2018

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrarkeppnin var haldin í dag en undanfarnar vikur hafa nemendur í 4. bekk verið að æfa sig og tekið miklum framförum í lestri og upplestri. Litla upplestrarkeppnin er undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin er fyrir...
Nánar
English
Hafðu samband