Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Áhersla er lögð á að skapa jákvæðan skólabrag og að góður vinnuandi sé ríkjandi. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði og vinnubrögðum "Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga". Að allir sem í skólanum starfa stuðli að og viðhaldi góðum starfsanda þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru í fyrirrúmi. Að gagnkvæmt traust, virðing, samábyrgð, tillitssemi og kurteisleg framkoma sé höfð að leiðarljósi. Námsagi einkennist af því að tillit sé tekið til þarfa nemenda, þroska þeirra og hæfni með áherslu á mannréttindi, jafnrétti, lýðræðisleg vinnubrögð og bann við mismunun af öllu tagi. Leiðarljós skólans og skólareglur marka ramma utan um skólabrag. 

 

English
Hafðu samband