Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Elítan félagsmiðstöð Álftanesskóla

 

Félagsmiðstöðin Elítan er staðsett í Íþróttamiðstöðinni Álftanesi. 

 

Opnunartímí :
Mánudagar: kl.19:30 - 22:00
Miðvikudagar: kl.19:30 - 22:00
Fimmtudagar: 14.00-16.00
Föstudagar: annan hvern föstudag er opið frá kl. 19:30 - 22:00

Elítan heldur úti starfsemi fyrir yngri bekki (5. - 7. bekk) hluta úr ári.

Opnunartímar í miðdeild:

5.-6. bekkir mánudagar kl.14.00-16.00
7. bekkur mánudagar kl. 16.30-18.30

Hlutverk félagsmiðstöðvarinnar
Hlutverk okkar er að styðja við börn og unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf, hópefli og hópastarf. Meginmarkmið starfsins er að veita þeim tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda. Leiðarljós starfsins er að efla félagsfærni og sjálfsmynd barna og unglinga. Unnið er út frá hugmyndafræði barna- og unglingalýðræðis, hugmyndum og áhugasviði nemenda skólans. Leitað verður eftir röddum nemenda hvað varðar starfsemi og þær uppákomur sem verða hverju sinni, innra starf og umgjörð. 

Starfið
Starf vetrarins er spennandi og framundan eru opin hús með ýmsu sniði, fræðslukvöld, böll og þátttaka í Samfés viðburðum eins og Landsmóti, Stíl og Samfestingi.www.samfes.is.

Við erum með Instagramsíðu elitanfelagsmidstod sem allar upplýsingar koma inn á.

Starfsfólk Elítunnar
Sigríður E. Ragnarsdóttir/Sigga Lísa forstöðumaður Elítunnar
Ásdís Magnea Erlendsdóttir frístundaleiðbeinandi
Bjarni Dagur Karlsson frístundaleiðbeinandi
Elísa Gyrðisdóttir frístundaleiðbeinandi
Friðrik Snær Tómasson frístundaleiðbeinandi
Helga Guðmundsdóttir frístundaleiðbeinandi
Erna Margrét Magnúsdóttir frístundaleiðbeinandi
Arngrímur Bragi Steinarsson frístundaleiðbeinandi

Símanúmer Elítunnar er: 540-4790 og farsími forstöðumanns: 821-5017
Netfang Elítunnar er: elitan (hjá) alftanesskoli.is

English
Hafðu samband