Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álftamýri er frístundaheimili Álftanesskóla og er ætlað nemendum í 1. - 4. bekk. Álftamýri er í húsnæðinu við battavöllinn við hliðina á skólanum.

Álftamýri er opin frá skólalokum til kl. 17:00. Vistunartíminn er sveigjanlegur og getur verið á bilinu hálftími til fjórir tímar.

Hér má sjá gjaldskrá fyrir frístundaheimilin í Garðabæ og undir skólamáltíðir má finna gjald fyrir síðdegishressingu.

Foreldrar sem eiga önnur börn sem eru í dvöl á leikskóla, á frístundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Systkinaafsláttur er 50% af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir barn umfram tvö. Frekari upplýsingar má finna hér.

Einstæðir foreldra og námsmenn ef báðir foreldrar eru í fullu námi, fá 40% afslátt af gjaldi. Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði: Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða. Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn. Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða. Allt nám sem er lánshæft er hjá LÍN telst gilt nám

Greitt er fyrir mánuð í senn og greitt er fyrirfram fyrir vistun.

Segja þarf upp vistun fyrir 22. hvers mánaðar og kemur hún þá til framkvæmdar frá og með næstu mánaðarmótum.

Umsjónarmaður Álftamýrar er Sólveig Guðrún Geirsdóttir
Netfang: solveiggeirs (hjá) alftanesskoli.is
Símanúmer umsjónarmanns: 540-4780

Símanúmer Álftamýrar eru:
540-4780
821-5455

Netfang Álftamýrar er:
fristund (hjá) alftanesskoli.is

English
Hafðu samband