Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístund er tómstundaheimili Álftanesskóla. Það er ætlað nemendum í 1. - 4. bekk og er staðsett á tveim stöðum í Vallarhúsi við Breiðumýri fyrir 1. – 2. bekk og í húsi á skólalóðinni Battahúsi (Álftamýri) fyrir 3. – 4. bekk.

Frístund er opin frá skólalokum til kl. 17:00. Vistunartíminn er sveigjanlegur og getur verið á bilinu hálftími til fjórir tímar.

Hér má sjá gjaldskrá fyrir tómstundaheimilin og undir skólamáltíðir má finna gjald fyrir síðdegishressingu.

Foreldrar sem eiga önnur börn sem eru í dvöl á leikskóla, í tómstundaheimili eða hjá dagforeldrum eiga rétt á systkinaafslætti fyrir eldra/elsta barnið. Systkinaafsláttur er 50% af grunngjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% af grunngjaldi fyrir barn umfram tvö. Frekari upplýsingar má finna hér.

Borgað er fyrir mánuð í senn og greitt er fyrirfram fyrir vistun.

Segja þarf upp vistun fyrir 22. hvers mánaðar og kemur hún þá til framkvæmdar frá og með næstu mánaðarmótum.

Umsjónarmaður Frístundar er Örn Arnarson
Tölvupóstfang: fristund@alftanesskoli.is
Símanúmer umsjónarmanns: 821-5003

Símanúmer Frístundar er:      

Vallarhúsi 565-8528 og 821-5455

Battahús 540-4748 og 821-5456

English
Hafðu samband