Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

10.05.2019

Margæsadagurinn í 1. bekk

Margæsadagurinn í 1. bekk
Í dag, föstudag, var haldið upp á margæsadaginn í 1. bekk. Nemendur fræddust um margæsina og gengu svo að Bessastaðaafleggjara. Þar skoðuðu börnin margæsina í gegnum sjónauka, borðuðu nesti og nutu þess að vera úti í góða veðrinu. Þegar í skólann var...
Nánar
10.05.2019

Afhending hjálma í 1. bekk

Afhending hjálma í 1. bekk
Fimmtudaginn 9. maí komu menn frá Kiwanis færandi hendi og færðu nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma að gjöf. Þeir ræddu við börnin um mikilvægi hjálmanotkunar og þess að hafa hjálmana rétt stillta. Börnin voru að sjálfsögðu himinlifandi með þessa...
Nánar
02.05.2019

Frá Unglistadegi

Frá Unglistadegi
Á Unglistadeginum unnu nemendur fjölbreytt og ólík verkerfni í vinahópum um skólann en þema dagsins var vatn. Hér má sjá nokkrar myndir.
Nánar
29.04.2019

Verkalýðsdagurinn - 1. maí

Verkalýðsdagurinn - 1. maí
Miðvikudaginn 1. maí er verkalýðsdagurinn en þann dag fellur öll kennsla niður og eiga nemendur því ekki að mæta í skólann.
Nánar
29.04.2019

Unglistadagur þriðjudaginn 30. apríl

Unglistadagur þriðjudaginn 30. apríl
Á morgun þriðjudag er Unglistadagur hér í skólanum en þá vinna nemendur í vinapörum á milli árganga í mismunandi verkefnum á vinnustöðvum um skólann. Þemað í ár er „Vatn“ og þemalitur í klæðnaði er blár. Við hvetjum því alla til að mæta í einhverju...
Nánar
24.04.2019

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti
Á morgun fimmtudaginn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og þá er skólinn lokaður. Álftamýri frístundaheimili er einnig lokað þann dag. Starfsfólk Álftanesskóla óskar öllum nemendum, foreldrum og forráðamönnum gleðilegs sumars.
Nánar
12.04.2019

Fréttir úr 1. bekk

Fréttir úr 1. bekk
Mikið var um að vera hjá 1. bekk síðustu vikuna fyrir páskafrí. Börnin föndruðu m.a. páskaföndur og svo var vel heppnuð árshátíð á föstudeginum þar sem börnin fluttu nokkur lög úr Ávaxtakörfunni.
Nánar
12.04.2019

Páskaleyfi 15. - 22. apríl

Páskaleyfi 15. - 22. apríl
Páskaleyfi hefst mánudaginn 15. apríl. Álftamýri er opin fyrir skráð börn dagana 15. - 17. apríl. Kennsla hefst að loknu páskaleyfi skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl. Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.
Nánar
09.04.2019

Páskabingó miðvikudaginn 10. apríl

Páskabingó miðvikudaginn 10. apríl
Páskabingó foreldrafélags Álftanesskóla er haldið miðvikudaginn 10.apríl í íþróttamiðstöðinni. Athugið breytta tímasetningu en bingó fyrir nemendur og foreldra barna í Álftanesskóla er kl. 17:30 til 18:30 og pizzaveisla í lokin kl. 18:30. Sjá nánar...
Nánar
26.03.2019

Skíðaferð mánudaginn 1. apríl ef færð og veður leyfa

Skíðaferð mánudaginn 1. apríl ef færð og veður leyfa
Við eigum aftur pantað í Bláfjöllum fyrir 5. - 10.bekk mánudaginn 1. apríl. Við vonum að veðrið leiki við okkur þann daginn og viljum við biðja foreldra/forráðamenn að fylgjast með boðleiðum frá skóla þ.e. skilaboðum, tölvupóstum, heimasíðu og hér á...
Nánar
21.03.2019

Lestrarátak Ævars vísindamanns - samstarf heimila og skóla

Lestrarátak Ævars vísindamanns - samstarf heimila og skóla
​Í lestrarátaki Ævars vísindamanns 2019 var met slegið í lestri bóka. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Yngsta stig í Álftanesskóla fékk viðurkenningu fyrir hlutfallslega mestan lestur á...
Nánar
20.03.2019

Skíðaferð aflýst vegna óvissu um veður

Skíðaferð aflýst vegna óvissu um veður
Við þurfum því miður að aflýsa ferðinni í Bláfjöll á morgun fimmtudaginn 21. mars vegna mikillar óvissu í veðurspám. Við erum að skoða nýja dagsetningu í byrjun apríl nánar auglýst síðar. Skólastarf með hefðbundnum hætti samkvæmt stundaskrá á morgun...
Nánar
English
Hafðu samband