31.03.2015
Nemendur í 4. bekk styrkja Fjölskylduhjálp og Ljónshjarta
Nemendur í 4. bekk stóðu fyrir tombólu á Jóla- og góðgerðadegi Álftaness sl. desember og ákváðu að gefa ágóðann til Fjölskylduhjálpar Íslands og Ljónshjarta sem eru samtök fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra.
Nánar31.03.2015
Skóladagatal 2015-2016 á heimasíðu skólans
Skóladagatal skólaársins 2015-2016 er nú komið á heimasíðu skólans undir Skólinn - Skóladagatal.
Nánar27.03.2015
Páskaleyfi 30. mars - 6. apríl
Páskaleyfi nemenda er frá mánudeginum 30. mars til og með mánudeginum 6. apríl.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska.
Nánar26.03.2015
Grease söngleikur á árshátíð 3. og 4. bekkja
Nemendur í 3. og 4. bekk sýndu Grease söngleikinn á árshátíðinni.
Nánar26.03.2015
Ferð 9. bekkja að Laugum í Sælingsdal
Í síðustu viku lögðu nemendur í 9. bekk land undir fót og fóru í vikuferð í skólabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal. Ferðin gekk vel og voru nemendur sjálfum sér og skólanum til sóma.
Nánar26.03.2015
Sólmyrkvinn
Nemendur, kennarar og starfsmenn skólans fylgdust með sólmyrkvanum síðastliðinn föstudag í blíðskaparveðri. Flestir voru sammála um að þetta hafi verið einstök og skemmtileg upplifun.
Nánar24.03.2015
Spurningakeppni grunnskólanna - 8 liða úrslit
Lið Álftanesskóla vann lið Langholtsskóla með 18 stigum gegn 5 í spurningakeppni grunnskólanna. Lið Álftanesskóla er með þessum sigri komið í 8 liða úrslit og mun keppa við Laugalækjarskóla eftir páska.
Nánar19.03.2015
Sólmyrkvi föstudaginn 20. mars
Á morgun föstudaginn 20. mars verður sólmyrkvi sem sést vel frá Íslandi. Í Reykjavík myrkvast tæplega 98% sólarinn en á Austurlandi yfir 99%. Þetta er langmesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár eða frá aðalmyrkvanum árið 1954. Sjá nánar hér...
Nánar18.03.2015
Spurningakeppni grunnskólanna
Lið Álftanesskóla mun keppa við lið Langholtsskóla mánudaginn 23. mars kl. 16:00 í Langholtsskóla.
Nánar17.03.2015
Heilræði um samskipti frá Barnaheillum
Á undanförnum árum hefur það aukist að foreldrahópar eigi samskipti í gegn um samfélagsmiðla og er það jákvæð þróun, sem getur aukið og bætt samskipti foreldra og foreldrastarfið. Mikilvægt er að þau samskipti séu uppbyggileg og stuðli að betra...
Nánar12.03.2015
Heimsókn Sinfóníuhljómsveitar Íslands vel heppnuð
Sinfóníuhljómsveitin kom í heimsókn til okkar 6. mars síðastliðinn og var með skemmtilega tónleika í Íþróttamiðstöðinni fyrir nemendur skólans. Hún flutti lög úr öllum áttum bæði íslensk og erlend og fengu nemendur að taka virkan þátt í tónleikunum...
Nánar11.03.2015
Foreldraverðlaun 2015
Heimili og skóli óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2015. Verðlaunin verða afhent miðvikudaginn 20. maí 2015 kl. 13:30 við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu.
Nánar- 1
- 2