Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

19.10.2016

Veðurfréttir - frá Almannavörnum

Veðurfréttir - frá Almannavörnum
Frá Almannavörnum: Eftir að hafa rætt við sérfræðinga hjá Veðurstofunni höfum við ákveðið að hvetja til þessa að foreldrar eða forráðamenn sæki börn í lok skóladags eða frístundastarfs. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og...
Nánar
18.10.2016

Námsviðtöl þriðjudaginn 25. okt - skráning í Mentor

Námsviðtöl þriðjudaginn 25. okt - skráning í Mentor
Þriðjudaginn 25. október verða námsviðtöl í öllum árgöngum. Foreldrar bóka sjálfir tíma í gegnum Mentor og mikilvægt er að þeir sem eiga fleiri en eitt barn í skólanum bóki viðtöl strax til að þeir fái samliggjandi tíma í viðtölin. Mikilvægt er hins...
Nánar
18.10.2016

Listakona í heimsókn hjá 8.bekk

Listakona í heimsókn hjá 8.bekk
Í dag var Katrin Inga Jonsdottir Hjordisardottir listakona með smá kynningu fyrir nemendur í 8. bekk Álftanesskóla. Heimsókn var í boði Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og þau hafa staðið fyrir Degi Myndlistar undanfarin ár.
Nánar
17.10.2016

Fjöruferð í 2. bekk

Fjöruferð í 2. bekk
Á föstudaginn fór 2. bekkur í fjöruferð í tengslum við þemadagana „Lesið í Nesið“. Börnin fengu það verkefni að finna alls kyns lífverur sem var safnað saman í bakka og rannsakaðar og skoðaðar. Veðrið var frábært og nutu börnin sín vel.
Nánar
17.10.2016

Heimavinnuaðstoð á Álftanessafni

Heimavinnuaðstoð á Álftanessafni
Heimavinnuaðstoð á Álftenssafni miðvikudaga frá kl. 15:30 til 16:45 fyrir börn í 1. til 10. bekk - öll börn velkomin. Sjálfboðaliðar taka á móti nemendum og aðstoða við heimanámið.
Nánar
14.10.2016

Forvarnardagurinn 2016

Forvarnardagurinn 2016
Forvarnardagurinn 2016 var haldinn 12. október. Dagurinn var helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Dagskrá dagsins var ætluð nemendum 9. bekkjar um...
Nánar
14.10.2016

Lausar stöður hjá Álftanesskóla

Lausar stöður hjá Álftanesskóla
Álftanesskóli auglýsir eftir íþróttakennara til starfa í 100% starf. Óskum að ráða viðkomandi frá 1. nóvember 2016. Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 450 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf...
Nánar
13.10.2016

Bleikur dagur á föstudaginn

Bleikur dagur á föstudaginn
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni hvetjum við alla starfsmenn og nemendur Álftanesskóla til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 14. október...
Nánar
11.10.2016

Lausar stöður hjá Álftanesskóla

Lausar stöður hjá Álftanesskóla
06.10.2016 Álftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í tómstundaheimilið Frístund skólaárið 2016-2017 Daglegur vinnutími er frá kl. 13:00 -16:00. Menntun, reynsla og hæfni: • Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður í tómstunda-...
Nánar
11.10.2016

Opinn fræðslufundur um börn og snjalltæki fyrir alla foreldra í Garðabæ

Opinn fræðslufundur um börn og snjalltæki fyrir alla foreldra í Garðabæ
Opinn fræðslufundur um börn og snjalltæki fyrir alla foreldra í Garðabæ þriðjudaginn 11. október kl. 20-22 í sal Sjálandsskóla. Sjá meðfylgjandi auglýsingu. Fjölmennum héðan af Álftanesi!
Nánar
04.10.2016

Fuglafit fréttabréf Álftanesskóla

Fuglafit fréttabréf Álftanesskóla
Fyrsta fréttabréf þessa skólaárs af Fuglafiti, fréttabréfi Álftanesskóla hefur nú verið gefið út. Það má finna á heimasíðu skólans undir Skólinn - Fréttabréf.
Nánar
03.10.2016

Norðurljósin í myndmennt

Norðurljósin í myndmennt
Norðurljósin hafa dansað á næturhimninum undanfarna daga og nemendur Álftanesskóla hafa verið að teikna þessar fallegar myndir í myndmennt.
Nánar
English
Hafðu samband