Innritun í grunnskóla 2025-2026 og kynningar í skóla

Innritun nemenda í 1. bekk (f.2019) fyrir skólaárið 2025-2026 fer fram dagana 1.- 10. mars nk. Innritað er á þjónustugátt Garðabæjar. Innritun lýkur 10. mars nk.
Álftanesskóli mun vera með opið hús fyrir þá sem vilja koma og skoða skólann en kynningarfundur er fyrir foreldra þeirra barna sem hefja skólagöngu í Álftanesskóla næsta haust verður boðaður í maí.
Dagana 1.-10. mars fer einnig fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að forráðafólk tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 10. mars nk.
Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2025-2026 er til 1. apríl, sótt er um skólavist utan lögheimilis á þjónustugátt Garðabæjar. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Það sama gildir fyrir nemendur með lögheimili utan Garðabæjar sem stunda nám í Garðabæ, sækja þarf um skólavist utan sveitarfélags hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.
Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur skólastarf grunnskólanna í Garðabæ en upplýsingar um kynningar og heimasíður grunnskólanna má finna hér.
Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilinu Álftamýri á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Hún er einnig á þjónustugátt Garðabæjar. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.
Ef umsóknir fyrir næsta skólaár berast fyrir 15. júní fær barnið pláss á umbeðnu frístundaheimili. Umsóknir sem berast eftir þann tíma eru afgreiddar með tilliti til starfsmannahalds hverju sinni.