Viðurkenning til Gauta Eiríkssonar
08.11.2024
Á menntadag Garðabæjar 1. nóv. s.l. voru kennarar sem hafa fengið tilnefningu til íslensku menntaverlaunanna heiðraðir fyrir framúrskarandi verkefni og framlag sitt til menntamála í bænum. Einn af þeim þremur kennurum sem voru heiðraðir var Gauti Eiríksson kennari við Álftanesskóla en hann fékk viðurkenningu fyrir Vendikennslu í raungreinum, en þar er leitast við að nýta veraldarvefinn til kennslu.
Þetta þróunarverkefni hefur ekki aðeins nýst nemendum í Garðabæ heldur nemendum um allt land sem geta nálgast efni á vefnum. Við erum stolt af Gauta og óskum honum innilega til hamingju með þetta allt saman.