Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í Nesið - fimmtudaginn 19. september

16.09.2024
Lesið í Nesið - fimmtudaginn 19. september

Fimmtudaginn 19.september er Lesið í Nesið en það er uppbrotsdagur þar sem áhersla er á útikennslu og því mikilvægt að nemendur komi klæddir eftir veðri. 

Þann dag hefst skólastarf kl. 9.00 og lýkur að hádegisverði loknum, en allir nemendur skólans fá pylsur í hádegismat.

Nemendur á yngsta stigi fara í fjöruferð og borða nestið í fjörunni.  Miðstigið fer í ratleik um nesið.  Nemendur á elsta stigi fara út og telja hús og skrá liti þeirra og vinna verkefni út frá því.

Frístundaheimilið Álftamýri tekur við þeim börnum sem þar eru skáð að skóladegi loknum.

 

Til baka
English
Hafðu samband