Skólaþing Álftanesskóla
Í Álftanesskóla voru haldin skólaþing þriðjudaginn 12. mars s.l. Nemendaráð skólans skipulagði þingin og stjórnaði umræðuhópum. Skólaþingið var haldið í tvennu lagi, fyrst voru umræður með nemendum af miðstigi og svo elsta stigi. Góðar umræður sköpuðust og margar góðar hugmyndir komu fram. Nemendaráð mun svo taka saman niðurstöður og kynna fyrir nemendum og stjórnendum í von um að einhverjar hugmyndir komist í framkvæmd.
Nokkrir foreldrar sáu sér fært að mæta og taka þátt í umræðunum, við þökkum þeim fyrir þátttökuna.
Frá síðasta skólaþingi hefur sófum fjölgað á göngum skólans og einnig borðum og stólum þar sem hægt er að sitja og læra. Einnig er búið að lækka körfur á körfuboltavelli og malbika malarvöllinn.
Hér eru myndir af þinginu.
Hér er frétt sem Gauti Eiríksson gerði um skólaþingið.