Perlað með Krafti
16.10.2023
Þriðjudaginn, 10. október, komu vinabekkir saman í sal skólans og perluðu Lífið er núna armbönd til styrktar Krafti.
Kraftur er félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fulltrúar Krafts mættu í skólann til okkar með efni í armböndin og leiðbeindu okkur og aðstoðu.
Þetta gekk fullkomlega og voru allir mjög duglegir og áhugasamir og voru mörg armbönd perluð.
Upplýsingar um lokatökur af perluðum armböndum: Alls perluðu nemendur 592 armbönd sem er samtals 1.716.800 kr. ef næst að selja þau öll.
Einnig voru keyptar vörur fyrir rúmar 200.000 kr.