Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnarvika hefst

06.10.2023
Forvarnarvika hefst

Hin árlega forvarnarvika Garðabæjar er haldin dagana 5. - 11. október 2023 en markmið hennar er að vekja athygli á mikilvægum og fjölbreyttum þáttum í forvarnarstarfi ásamt því að virkja bæjarbúa til þátttöku. Þema þessarar forvarnarviku er: Samskipti

Nemendur Álftanesskóla munu vinna ýmis verkefni þessa daga sem falla undir þema vikunnar sem og önnur verkefni sem falla undir slagorð skólans sem er: Allir eru einstakir.

 

Perlað með Krafti - Lífið er núna

Þriðjudaginn 10. október munu nemendur og starfsfólk Álftanesskóla leggja góðu málefni lið með því að perla armbönd til styrktar Krafti. Kraftur er félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fulltrúar Krafts mæta í skólann á þriðjudaginn með efni í armböndin og leiðbeina okkur og aðstoða. Við munum perla í matsalnum á mismunandi tímum en að öðru leyti verður stundaskrá hefðbunin.

Nemendur geta keypt armbönd á staðnum og kosta þau kr. 2900.

Forvarnarvikan er einnig kjörið tækifæri fyrir bekkjarfulltrúa og foreldra til að skipuleggja bekkjarkvöld eða skemmtilega samveru í bekknum/árganginum.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband