Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í Nesið - fimmtudaginn 21. september

19.09.2023
Lesið í Nesið - fimmtudaginn 21. september

Næstkomandi fimmtudag, þann 21. september, verður útikennsludagurinn "Lesið í Nesið".

Þennan dag hefst skóli kl. 9:00 og lýkur að hádegismat loknum eða um kl. 12:00. Álftamýri tekur við þeim nemendum sem þar eru skráðir að hádegisverði loknum.

Allir nemendur skólans munu fara saman í fjöruferð og þurfa að hafa með sér skóflur, fötur, dollur eða annað sem hægt er að nota til sandkastalagerðar, ef til er.  Við biðjum alla að koma vel klædda og með morgunnesti í litlum bakpoka.

Eftir fjöruferðina fá allir nemendur skólans pylsur í hádegismat.

Til baka
English
Hafðu samband