Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Margæsadagurinn

09.05.2023
Margæsadagurinn

Í dag, þriðjudaginn 9. maí, var haldið upp á Margæsadaginn í skólanum. Allir árgangar unnu verkefni tengd Margæsinni.

1. bekkur málaði vatnslitamynd af Margæsinni og horfði á myndbandið frá Gauta. Einnig voru myndir skoðaðar og síðan farið í gönguferð að skoða Margæsirnar með eigin augum.

2. bekkur horfði á myndböndin hans Gauta um Margæsína, síðan fóru nemendur í göngutúr að túninu fyrir framan Bessastaði og fylgdust með Margæsinni að éta og spóka sig þar um í góða veðrinu. Nokkrir nemendur voru með kíki og skiptust nemendur á að sjá Margæsir í nærmynd. Nemendur unnu verkefni í kennslustofum þar sem þeir teiknuðu Margæsina á hvítt blað, klipptu hana út og límdu á grænt karton. Myndir nemendanna voru síðan hengdar upp fyrir ofan snagana þeirra og verða þar fram í júní.

3. bekkur fór í gönguferð til að skoða Margæsina. Síðan sömdu nemendurnir ljóð um hana og límdu það á Margæs sem þau höfðu teiknað og klippt út.

4. bekkur rifjaði upp Margæsalagið, ýmsan fróðleik og skoðaði myndir af gæsinni. Allir unnu vinnublað þar sem þau merktu inn á "ferðalag Margæsarinnar" og skrifuðu texta í tengslum við það.

Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Til baka
English
Hafðu samband