Lóðaframkvæmdir
13.04.2023
Verktaki mun hefja vinnu aftur í næstu viku.
Það er stórt svæði sem er afgirt í dag, það þarf að stækka svæðið eins og sést á mynd að neðan. Ástæðan fyrir því er sú að bakrás hitaveitu fer í púkk fyrir framan skóla og hluti af verkinu er að veita því vatni í brunn við leikskóla.
Varðandi suð-austur hluta af núverandi lokun, lögð verður áhersla á að klára það svæði. Í framhaldi verður miðsvæði lóðar unnin ásamt “viðbótarlokun”.
Á rauða svæðið að neðan mun koma snjóbræðsla, niðurföll og hellulögn.