1. bekkur - 100 daga hátið
Fyrsti bekkur hélt upp á 100 daga hátíð í skólanum í dag, þriðjudaginn 24.janúar.
Dagurinn byrjaði á því að hengja upp 100 töflu í skólastofunni og æfðu nemendur sig að telja upp á 100. Þegar hátíðin byrjaði þá fengu allir nemendur poka merktum sér og voru tíu stöðvar með allskyns gúmmelaði. Markmiðið var að þau æfðu sig að telja upp í tíu á hverri stöð og að lokum voru þau komin með 100 hluti í pokann. Kennararnir pössuðu svo upp á pokana á meðan haldið var diskópartý. Farið var í allskyns leiki s.s. setudans og fengu börnin að dansa við lög sem þeim fannst skemmtileg. Eftir hádegi fengu nemendur að gæða sér á góðgætinu og horfðu á bíómynd. Þessi dagur heppnaðist með eindæmum vel og fóru allir nemendur með sólskinsbros heim að degi loknum.
Hér má sjá nokkrar myndir