Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu - Stóra upplestrarkeppnin sett

17.11.2022
Dagur íslenskrar tungu - Stóra upplestrarkeppnin sett

Miðvikudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í skólanum. Ýmis verkefni tengd deginum voru unnin í árgöngum og var stóra upplestrarkeppnin einnig sett í sal skólans.
7. bekkur kom saman og hlýddi á upplestur Tíbráar og Kötlu Diljáar en þær kepptu fyrir hönd skólans í fyrra og var það Tíbrá sem stóð uppi sem sigurvegari keppninnar.

Tveir nemendur úr 7. bekk spiluðu á gítar ásamt kennara sínum.

Nú hefst æfing hjá 7. bekk þar sem seinna í vetur verða valdnir keppendur sem munu keppa fyrir hönd Álftanesskóla.

Hér má sjá fleiri myndir af setningunni.

Til baka
English
Hafðu samband