Göngum í skólann - Viðurkenning
17.10.2022
Við í Álftanesskóla tókum þátt í átakinu Göngum í skólann sem hófst þann 7. september síðastliðinn og lauk þann 5. október og hlutum viðurkenningu fyrir.Nemendur og starfsfólk skólans gengu hring í kringum Nesið í tilefni af átakinu. Í göngutúrnum fengu nemendur verkefni tengd umhverfinu og umferðinni sem þau áttu að leysa í sameiningu á leiðinni. Markmiðið með átakinu var að hvetja nemendur og starfsfólk skólans til að koma gangandi eða hjólandi til starfa.
Átakinu lauk á göngutúr og spilastund í vinabekkjum.
Þó átakinu sé lokið þá hvetjum við nemendur til að ganga eða hjóla í skólann.