Perlað með Krafti
Í dag, fimmtudaginn 6. október, komu vinabekkir saman í sal skólans og perluðu Lífið er núna armbönd til styrktar krafti.
Kraftur er félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Fulltrúar Krafts mættu í skólann til okkar í dag með efni í armböndin og leiðbeindu okkur og aðstoðu.
Þetta gekk fullkomlega og voru allir mjög duglegir og áhugasamir og voru mörg armbönd perluð.
Upplýsingar um lokatölur af perluðum armböndum: Alls perluðu nemendur 615 armbönd sem er samtals 1.783.500 kr. ef næst að selja þau öll.
Einnig voru keyptar vörur fyrir tæpar 320.000 kr. og mun ágóðinn af þeirri sölu renna beint í starfsemi félagsins.
Ef einhverjir vilja versla "Lífið er núna" vörurnar þá er það hægt í gegnum vefverslun félagsins og þannig styða við þeirra frábæra starf.
Hér eru myndir frá deginum.