Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álftanesskóli í Erasmus samstarfsverkefni

13.05.2022
Álftanesskóli í Erasmus samstarfsverkefni

Við í Álftanesskóla erum í Erasmus samstarfsverkefninu “Opening the door to outdoor” með skólum í Leipzig-Þýskalandi, Vianen-Hollandi, Derry-N-Írlandi, Rovinj-Króatíu og Sitia-Krít (Grikklandi).

Eins og nafnið gefur til kynna er verkefnið aðallega um útikennslu og markmið þess er að nemendur upplifi jákvæð áhrif útináms sem stuðlar að hæfni þeirra til að uppgötva sínar eigin leiðir til náms. Við vonumst einnig til að nemendur læri að þróa eigin námsaðferðir sem mun hjálpa þeim að ná betri árangri í þekkingarleit bæði í námi og starfi.

Verkefnið er unnið með kennurum og nemendum á miðstigi, þ.e. 5. – 7. bekk og þessa vikuna, 16. – 20. maí 2022, eru erlendu kennararnir og nemendur í heimsókn hjá okkur. Við tökum á móti 15 kennurum og 17 nemendum. Það er þétt dagskrá alla dagana með hinum ýmsu verkefnum og heimsóknum. Nemendur gista heima hjá nokkrum af okkar nemendum og er mikil tilhlökkun hjá öllum.

Til baka
English
Hafðu samband