Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

03.05.2022
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram hér í Álftanesskóla í gær, en þá lásu nemendur í 7. bekk sem valdir hafa verið úr Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla svipmyndir úr skáldverki og ljóð.

Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar flutti ávarp á hátíðinni og Áshildur, Embla og Nökkvi nemendur í Álftanesskóla voru með tónlistaratriði. Dómarar keppninnar voru þær Björk Einisdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir frá Röddum ásamt Kristínu Sigurðardóttur skólastjóra Salaskóla.

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði við upplesturinn og í lokin fengu allir viðurkenningu fyrir þátttöku. Tíbrá Magnúsdóttir nemandi í Álftanesskóla stóð uppi sem sigurvegari keppninnar, í öðru sæti var Hákon Bjarnar Eiríksson nemandi í Sjálandsskóla og í þriðja sæti Klara Margrét Sveinsdóttir nemandi í Hofstaðaskóla.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og öllu þátttakendum fyrir skemmtilega keppni.

Hér má sjá myndir.

 

Til baka
English
Hafðu samband