Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í morgun við hátíðlega athöfn í sal skólans. Þátttakendur voru 18 talsins og lásu fyrst úr sögunni "Kennarinn sem hvarf" eftir Bergrúni Írisi Sævarsdóttur og svo ljóð að eigin vali.
Áshildur Jökla Ragnarsdóttir og Embla Hlökk Jóhannesdóttir voru kynnar keppninnar. Dómarar voru þær Auður Björgvinsdóttir lestrarfræðingur, Guðbjörg Sigríður Petersen kennari og Guðrún Gísladóttir bókasafnsfræðingur. Áshildur, Embla, Orri Ebenzer Guðmundsson og Nina-Grazia Haensel Andrésdóttir fluttu tónlistaratriði á hátíðinni.
Ungu lesendurnir stóðu sig allir með mikilli prýði og fengu afhent viðurkenningarskjal ásamt rós að upplestri loknum.
Fulltrúar skólans árið 2022 eru þær Katla Diljá Kjartansdóttir, Tíbrá Magnúsdóttir og Elín Dögg Þórhallsdóttir.
Lokahátíðin verður mánudaginn 2. maí þar sem fulltrúar allra skóla keppa.
Hér má sjá myndir.