Kveðja frá foreldrafélaginu
25.01.2022
Kæru foreldrar og nemendur. Þetta haust og vetur er sannarlega ekki búið að vera sá tími sem við hlökkuðum til eyða saman í samveru og leikjum en við breytum því ekki úr þessu og stöldrum því ekki þar við heldur horfum með björtum augum til komandi tíma.
Við í foreldrafélaginu vildum líka rétt minna á okkur að við erum til staðar ef eitthvað er og erum við öll tilbúin til að aðstoða ef aðstoðar er þörf enda erum við lítið og vonandi samheldið samfélag sem stendur saman.
Þar sem ansi margir eru heima við þessa daga „ útaf dotlu“ þá tókum við saman hér að neðan allskonar hluti , leiki og annað sem gaman er að stytta tímann með og njóta samverunnar með fjölskyldum okkar .
Þetta er allt að finna á netinu en oft er nú ansi gott að fá þetta tilbúið til manns ef kostur er og vonandi getið þið nýtt ykkur eitthvað af þessum frábæru hugmyndum.
Við sendum ykkur hlýjar og innilegar kveðjur með von í brjósti að það muni stytta upp innan tíðar.
Foreldrafélagið