Göngum í skólann - göngutúr allra bekkja á morgun þriðjudag
04.10.2021
Álftanesskóli hefur í mörg ár tekið þátt i verkefninu Göngum í skólann (www.gongumiskolann.is) og að sjálfsögðu erum við með í ár líka. Nemendur eru margir hverjir búnir að gera allskyns skemmtileg verkefni með bekknum sínum og svo endum við þetta á einni risastórri göngu með alla bekkina saman. Sú ganga er á morgun þriðjudag. Þá ganga nemendur góðan hring um Álftanesið í vinapörum sem umsjónarkennarar setja saman. Vinapörin fá skemmtileg bingospjöld þar sem þau geta merkt við það sem þau sjá á leiðinni. Eftir gönguna fá allir nemendur ávaxtahressingu. Við viljum því biðja ykkur kæru foreldrar að senda börnin vel skóuð til göngu sem og klædd eftir veðri.