Skólasetning hjá nemendum í 2. - 10.bekk- ATHUGIÐ BREYTINGAR
20.08.2021
Kæru foreldrar/forráðamenn Vegna sóttvarna verður smábreyting á skólasetningu. Nemendur mæta ekki í sal skólans heldur fara beint í umsjónarstofu með kennara.
Skólasetning Álftanesskóla fer fram þriðjudaginn 24. ágúst.
Tímasetning skólasetninga:
2. - 3. bekkir kl. 8:30
Nemendur í 2. - 3. bekk mæta í austuranddyri (sem snýr að leiksvæði/battavelli) eða hjá bókasafninu.
4 . bekkir kl. 8:30
Nemendur í 4. bekk mæta í aðalanddyrið
8. - 10. bekkir kl. 9:00
Nemendur á elsta stigi mæta í aðalanddyrið
5. - 7. bekkir kl. 9:30
Nemendur í 5. bekk mæta í anddyri í stigaganginum sem er milli skólans og íþróttahússins.
Nemendur í 6. - 7. bekk mæta í vesturanddyri skólans (sem er við apa róluna)
Vinsamlega athugið að foreldrar/forráðamenn geta ekki komið með börnum sínum á skólasetningu þetta haust vegna sóttvarnarfyrirmæla.
Bestu kveðjur
Stjórnendur