Stóra upplestrarkeppnin
12.03.2021
Stóra upplestrarkeppnin fór fram í morgun við skemmtilega athöfn í sal skólans.. Þátttakendur voru 15 talsins og lásu fyrst úr sögunni "Benjamín dúfa" eftir Friðrik Erlingsson og svo ljóð að eigin vali. Ungu lesendurnir stóðu sig allir með mikilli prýði og fengu afhent viðurkenningarskjal ásamt rós að upplestri loknum. Fulltrúar skólans árið 2021 eru þau Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir, Þórey María E. Kolbeins og Þorgerður Erla Ögmundsdóttir.
Lokahátíðin verður fimmtudaginn 25. mars í Vídalínskirkju þar sem fulltrúar allra skóla keppa.