Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í grunnskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2021 - 2022

01.03.2021
Innritun í grunnskóla í Garðabæ fyrir skólaárið 2021 - 2022

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2015) fer fram dagana 8. - 12. mars nk og fer innritun frá á Þjónusugátt Garðabæjar

Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2. - 9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 12. mars nk.

Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimili Álftanesskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Sama gildir fyrir sérstækt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimili.

Athygli er vakin á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum skólaárið 2021-2022 er til 10. apríl og skulu umsóknir berast skóladeild Garðabæjar. Vakin er athygli á að umsókn fyrir nemanda sem stundar nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Hægt er að sækja um rafrænt á Þjónustugátt Garðabæjar.

Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Skólastjórnendur grunnskóla í Garðabæ geta heimilað nemanda með lögheimili í öðru sveitarfélagi en Garðabæ skólavist í grunnskóla Garðabæjar enda sé nægjanlegt húsrými til staðar, ákvörðunin leiði ekki til viðbótarkostnaðar fyrir Garðabæ og fyrir liggi samningur við hlutaðeigandi sveitarfélag um greiðslu námskostnaðar.


 

 

Til baka
English
Hafðu samband