Jólaskemmtanir
16.12.2020
Á fimmtudaginn 17. des er síðasti skóladagur hjá nemendum 8. - 10. bekk fyrir jólafrí. Venjulegur skóladagur er hjá elsta stigi um morguninn en nemendur mæta aftur í skólann kl. 17.00-18.30 og eiga notalega stund með umsjónarkennurum sínum í stofujólum.Á föstudaginn 18. des. er síðasti skóladagur hjá nemendum í 1.- 4. bekk fyrir jólafrí. Nemendur mæta í skólann kl. 10.00-12.00 og eiga notalega stund með umsjónarkennurum sínum í stofujólum og ganga í kringum jólatréð. Frístundaheimilið er opið fyrir þá sem þar eru skráðir frá klukkan 12.00 þennan dag. Eins opnar bókasafnið þennan dag klukkan 9.00 fyrir þá sem þess þurfa.
Örn Arnarson umsjónarmaður Frístundaheimilisins hefur sagt upp störfum og hættir frá og með 1. janúar. Við þökkum honum kærlega fyrir samstarfið síðustu ár og óskum honum velfarnaðar í nýju starfi. Búið er að ráða nýjan umsjónarmann í Frístundaheimilið það er Auður Hallgrímsdóttir og bjóðum við hana velkomna starfa.
Á föstudaginn 18. des. er jafnframt síðasti skóladagur hjá nemendum 5. – 7. bekk fyrir jólafrí. Nemendur mæta í skólann kl. 10.00-12.00 og eiga notalega stund með umsjónarkennurum sínum í stofujólum.