Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning Álftanesskóla 2020

13.08.2020
Skólasetning Álftanesskóla 2020

Skólasetning Álftanesskóla fer fram mánudaginn 24. ágúst 2020 í sal skólans og nemendur fara að henni lokinni í stofur með umsjónarkennara.

Vinsamlega athugið að foreldrar/forráðamenn geta ekki komið með börnum sínum á skólasetningu þetta haust vegna sóttvarnarfyrirmæla.

Kl. 8:30 - 9:50 skólasetning hjá 2. - 4. bekk

Kl. 9:00 - 10:20 skólasetning hjá 8. - 10. bekk

Kl. 9:30 - 10:50 skólasetning hjá 5. - 7. bekk

Eftir að skólastjóri setur nýtt skólaár fara nemendur í umsjónarstofu og eru tvær kennslustundir (80 mín) í skólanum þennan dag. 

Nemendur á elsta stigi fara í umsjónarstofu og hitta alla kennara (hraðtafla) þennan dag. 

Skólasetning hjá nemendum í 1. bekk fer fram í sal skólans og foreldrar eru velkomnir með. Athugið að gert er ráð fyrir að tveir forráðamenn geti mætt með hverju barni og er hópnum skipt í tvennt eftir stafrófsröð. 

Kl. 11:00 skólasetning hjá 1. bekk. Nemendur mæta eftir stafrófsröð A - H

Kl. 13:00 skólasetning hjá 1. bekk. Nemendur mæta eftir stafrófsröð I - Ö.

Foreldraviðtöl hjá 1. bekk verða um 3 vikum eftir skólasetningu. 

Til baka
English
Hafðu samband