Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn væntanlegra nemenda í 1.bekk haustið 2020
Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn væntanlegra nemenda í 1. bekk haustið 2020 verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 10. mars nk. kl. 17:30-18:30. Gestum er boðið að skoða skólann og frístundaheimilið Álftamýri.
Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2014) fer fram dagana 9.-13. mars nk. á Mínum Garðabæ . Í Garðabæ velja foreldrar í hvaða grunnskóla þeir senda barn sitt. Grunnskólarnir í Garðabæ bjóða í heimsókn og verða með opin hús/kynningar í húsnæði skólanna. Nánari upplýsingar um innritun má finna hér.
Innritun í frístundaheimili
Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Urriðaholtsskóla á næsta ári fer einnig fram dagana 9.-13. mars nk. Sama gildir fyrir sérstækt frístundaúrræði Garðahraun sem er fyrir nemendur í 5.-10. bekk. Innritunin fer fram rafrænt á Mínum Garðabæ . Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.
Allir grunnskólarnir bjóða foreldrum og forráðamönnum einnig að koma í heimsóknir á öðrum tíma. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu skólanna sé óskað eftir því. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að skoða vefsíður skólanna. Þar má finna gagnlegar upplýsingar og margs konar fróðleik um skólastarfið.
Verið velkomin í Álftanesskóla