Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Til foreldra/forráðamanna vegna Covid-19 kórónaveirunnar (English below)

02.03.2020
Til foreldra/forráðamanna vegna Covid-19 kórónaveirunnar (English below)Ágætu foreldrar / forráðamenn (English below)
Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is
Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði.  Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau fara í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis.
Foreldrum barna með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma  er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni. 
Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

To parents and guardians
As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus 
The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is
Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health. 
Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor. 

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.
 
Til baka
English
Hafðu samband