Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur og Kærleikar

26.11.2019
Skipulagsdagur og Kærleikar

Á morgun miðvikudaginn 27. nóvember er skipulagsdagur í Álftanesskóla og því engin kennsla þann dag. Álftamýri er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. 

Kærleikarnir eru á fimmtudag og föstudag, þá vinna nemendur saman í vinapörum. Kærleikarnir eru á hverju ári og þá er lögð áhersla á vinnu í tengslum við Uppeldi til ábyrgðar sem er stefnan sem skólinn vinnur eftir. Á hverju ári er ein þörf tekin fyrir og að þessu sinni er það þörfin "Frelsi". Nemendur vinna ýmis tengd verkefni og eitt af þeim er að búa til tákn þarfarinnar en fiðrildi er tákn frelsis. Fiðrildin verða svo borin út í hús á Álftanesi.


 

 

Til baka
English
Hafðu samband