Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur og námsviðtöl

22.10.2019
Skipulagsdagur og námsviðtöl

Föstudaginn 25. október er skipulagsdagur í Álftanesskóla. Engin kennsla fer fram þann dag og frístundaheimilið Álftamýri er lokað. 

Þriðjudaginn 29. október eru námsviðtöl í skólanum. Markmiðið með samtölunum nú er að fara yfir líðan og ástundun nemenda fram að þessu og jafnvel setja niður eigin markmið. Ef eitthvað þarf að skoða hjá nemendum er þetta kærkomið tækifæri til að breyta um stefnu og móta aðgerðir. Athugið að aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til viðtals þennan dag eftir þörfum.  Foreldrar skrá sjálfir tíma í samtölin inni á Mentor.

Frístundaheimilið Álftamýri er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð. 

 

Til baka
English
Hafðu samband