Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasetning Álftanesskóla

19.08.2019
Skólasetning Álftanesskóla

Skólasetning Álftanesskóla fer fram í íþróttasal íþróttamiðstöðvar föstudaginn 23. ágúst.

Tímasetning skólasetninga:

Nemendur í 2. - 4. bekk mæta kl. 9:00

Nemendur í 5. - 7. bekk mæta kl. 10:00

Nemendur í 8. - 10. bekk mæta kl. 11:00

Hingað til hafa foreldrar verið boðaðir sérstaklega á haustfundi um það bil tveimur vikum eftir að skólastarf hefst. Að þessu sinni ætlum við að gera breytingu á og sameina þessa tvo viðburði þ.e. skólasetningu og haustfundi. Við byrjum að venju í íþróttamiðstöðinni þar sem skólastjóri setur skólann svo er farið í stofur þar sem kennarar hafa haustfundi. Nemendur á yngsta stigi (2.- 4. bekk) fá gæslu hjá starfsmönnum skólans á meðan á haustfundum stendur.

Nemendur 1. bekkja mæta í viðtöl til umsjónarkennara ásamt foreldrum föstudaginn 23. ágúst. Umsjónarkennarar senda tölvupóst og boða í viðtöl. Nemendur í 1. bekk mæta því ekki á sérstaka skólasetningu en haustfundir verða hjá þeim fljótlega í september.

 

Til baka
English
Hafðu samband