Vorleikarnir
Vorleikarnir eru á morgun og þá er skertur skóladagur. Skólinn hefst hjá nemendum kl. 9:00 og lýkur kl. 13:00, bókasafnið er opið frá klukkan 8:00 fyrir þá nemendur sem á þurfa að halda og frístundaheimilið Álftamýri tekur við nemendum sem þar eru skráðir frá kl. 13:00.
Vorleikar fara fram utanhúss og fara nemendur með sínum umsjónarkennara á milli íþróttastöðva. Ein stöðin er vatnsrennibrautastöð og því er mikilvægt að nemendur séu með handklæði og aukaföt í tösku með sér. Eftir þessa stöð fara nemendur inn í íþróttahús til að þurrka sér og skipta um föt.
Nemendur eiga að hafa mér sér morgunnesti en ALLIR nemendur skólans fá pylsur í hádeginu. Þeir nemendur sem eru í áskrift og borða af einhverjum ástæðum ekki vínarpylsur fá annars konar pylsur, þeir nemendur sem ekki eru í áskrift og borða ekki vínarpylsur þurfa að koma með nesti með sér.