Teiknisamkeppni í forvarnarvikunni
19.10.2018
Forvarnavika Garðabæjar var haldin 3. - 10. október síðastliðinn. Þema vikunnar var heilsueflandi samvera með slagorðinu „Verum saman – höfum gaman“ en nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins komu með hugmyndir að slagorði.
Haldin var teiknisamkeppni meðal nemenda í leik- og grunnskólum bæjarins um mynd á veggspjöld forvarnarvikunnar. Fjórar myndir hlutu viðurkenningu og munu þær skreyta stofnanir bæjarins og minna okkur á mikilvægi samveru og tengsla.
Daníel Pétursson í 7. bekk fékk viðurkenningu fyrir sína mynd og óskum við honum innilega til hamingju.