Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann 2018

27.09.2018
Göngum í skólann 2018

Álftanesskóli hefur verið að taka þátt í átakinu Göngum í skólann sem er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla.

Í tilefni af átakinu voru nemendur hvattir til þess að koma gangandi/hjólandi í skólann og var tekið ákveðið tímabil fyrir sem nemendur merktu við hvernig þeir komu til skóla. Mikil meðvitund var hjá flestum hvernig þeir komu og unnið var svo frekar með niðurstöðurnar en það var gert á mismunandi hátt eftir aldri nemenda. Í lok skráningatímabilsins fór svo allur skólinn saman í göngutúr en hann var framkvæmdur þannig að nemendur gengu með vinahópnum sínum en tveir árgangar eru paraðir saman sem vinahópar. Í göngutúrnum fengu nemendur verkefni tengd umferðarfræðslu og áttu að veita þeim umferðarmerkjum sem á vegi þeirra varð athygli. Nemendur leikskólanna í hverfinu komu einnig með í göngutúrinn sem gekk vonum framar og allir voru kátir í lok þessa verkefnis.

Til baka
English
Hafðu samband