Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístundabíllinn

20.08.2018
FrístundabíllinnOpnað hefur verið fyrir skráningar í frístundabíl Garðabæjar.  Frístundabíllinn ekur með börn frá frístundaheimilum grunnskóla og í tómstundir barnanna hér í Garðabæ, þ.e. í Ásgarð og í Mýrina með stoppum í Tónlistarskólanum og Klifinu ef þarf.  Þeir foreldrar sem hyggjast nýta þjónustu frístundabílsins fyrir börn sín eru beðnir um að skrá börnin í frístundabílinn sem fyrst, það er gert á síðunni fristundabill.gardabaer.is, hægt er að skrá bara eina önn eða allt skólaárið. Tímatöflu frístundabílsins og allar upplýsingar má finna á vef Garðabæjar https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/fristundabill/ og einnig er hægt að hringja í þjónustuver Garðabæjar, sími 525-8500.  

Frístundabíllinn hefur akstur mánudaginn 3. september, hann ekur alla virka daga nema í jóla- og páskafríum, en akstur er einnig á starfsdögum skóla og í vetrarfríi í febrúar.  
 
Til baka
English
Hafðu samband