Nýr aðstoðarskólastjóri Álftanesskóla
Anna María Skúladóttir hefur verið ráðin í starf aðstoðarskólastjóra Álftanesskóla. Anna María er núverandi aðstoðarskólastjóri í Smáraskóla og kemur yfir í Álftanesskóla þegar nýtt skólaár hefst í haust.
Anna María lauk B.Ed gráðu í kennarafræðum árið 1997 og M.Ed prófi í stjórnun menntastofnana árið 2015 og hefur leyfisbréf til kennslu bæði á leik- og grunnskólastigi. Anna María hefur 11 ára stjórnunarreynslu úr grunnskóla, sem deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri, auk nokkuð langrar kennslureynslu í grunnskóla. Anna María hefur verið farsæl í störfum sínum og komið að breytingastjórnun, rekstri og starfsmannahaldi, auk þess að þekkja vel til úrvinnslu nemendamála og nýrra leiða í námsmati.
Alls bárust 10 umsóknir um starf aðstoðarskólastjóra Álftanesskóla.