Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinaliðar í Álftanesskóla

24.05.2018
Vinaliðar í Álftanesskóla

Haustið 2017 tók Álftanesskóli upp verkefnið Vinaliðar. Vinaliðar eru valdir af samnemendum í upphafi starfstímabils og starfa í frímínútum. Þeir skipuleggja og stjórna leikjum þar sem öllum nemendum býðst að taka þátt. Þetta verkefni hefur gefist vel og eru krakkarnir duglegir að taka þátt í leikjunum. Nú hafa tveir hópar lokið störfum sem vinaliðar og hafa þeir fengið sinn þakkardag. Fyrri hópurinn fór í keilu og seinni hópurinn í lazer-tag. Hér má sjá myndir

Vinaliðarnir hafa staðið sig mjög vel í starfi sínu og þökkum við þeim kærlega fyrir það.

Til baka
English
Hafðu samband