Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýr umsjónarmaður Frístundar og nýr náms- og starfsráðgjafi

27.12.2017
Nýr umsjónarmaður Frístundar og nýr náms- og starfsráðgjafi

Nýr umsjónarmaður Frístundar kemur til starfa um áramót 2017/ 2018 
Vegna annmarka við frágang ráðningar Mariönnu Wathne Kristjánsdóttir hefur orðið að samkomulagi skólastjóra og Mariönnu að falla frá ráðningu hennar í starf umsjónarmanns Frístundar eins og áður hafðir verið tilkynnt um.

Íris Ósk Hafþórsdóttir grunnskólakennari hefur verið ráðin tímabundið sem umsjónarmaður Frístundar Álftanesskóla. Íris Ósk starfaði sem grunnskólakennari við Álftanesskóla frá 2004 til ágúst 2015, en er nú ráðin stundakennari í forföllum við skólann. Írisi Ósk er starfi Frístundar vel kunnug og þekkir sum börnin úr starfi Íþróttaskóla barnanna – UMFÁ. 
Íris Ósk tók til starfa í dag 27. desember.

Netfang Frístundar verður fristund@alftanesskoli.is og sími hjá umsjónarmanni er 821-5003.
Sími Frístundar er eins og áður  í Vallarhúsinu (6 og 7 ára börnin) 821-5455 og í Álftamýri- battahúsinu (8 og 9 ára börnin)  er síminn 821-5456.

Nýr náms- og starfsráðgjafi kemur til starfa um áramót 2017/2018.
Vegna forfalla Kristínar Helgadóttur náms- og starfsráðgjafa skólans hefur verið ráðin tímabundið í starfið Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir náms- og starfsráðgjafi. Jóhanna Lúvísa hefur störf við skólann 2. janúar 2018 og er ráðin út þetta skólaár. Jóhanna er með M.A (master) nám í náms- og starfsráðgjöf, viðbótar diplóma í afbrotafræði frá HÍ og B.A nám í uppeldis - og menntunarfræðum frá HÍ. Jóhanna hefur starfað undanfarin ár sem náms- og starfsráðgjafi við fjölbrautarskólann í Ármúla  og nú við Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Við bjóðum Jóhönnu Lúvísu hjartanlega velkomna til starfa við Álftanesskóla.

Skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband