Kærleikarnir
04.12.2017
Dagana 30. nóvember og 1. desember voru Kærleikarnir en þeir eru árlegur viðburður hér í Álftanesskóla. Vinapör hittast og vinna saman að verkefni um þarfirnar. Grunnþarfirnar eru: öryggi, umhyggja, áhrif og frelsi. Í ár var unnið með þörfina "Áhrif". Vinapör hittust og föndruðu stjörnu með tilvísun um hvernig hægt er að hafa áhrif. Vinapörin fóru svo með stjörnurnar sínar út í Íþróttamiðstöð þar sem stjörnurnar voru festar á vegg og mynduðu jólatré. Bekkirnir föndruðu einnig minni stjörnur sem var dreift til íbúa á Álftanesi.
Seinni daginn eftir Grænafánatískusýninguna var mynduð kærleiksstjarna í Íþróttamiðstöðinni með öllum nemendum skólans.
Hér má sjá myndir frá Kærleikunum.
Hér má sjá myndband frá myndun Kærleiksstjörnunnar