Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrá næstu vikur

28.11.2017
Dagskrá næstu vikur Skipulagsdagur 29. nóvember
Skipulagsdagur miðvikudaginn 29. nóvember. Samkvæmt skóladagatali er skipulagsdagur í öllum grunnskólum Garðabæjar og eru nemendur skólans þá í fríi frá skólasókn. Frístund er opin á skipulagsdaginn fyrir þau börn sem hafa verið skráð hjá Jóhönnu umsjónarmanni.
Kærleikar 30. nóvember – 1. desember 
Kærleikarnir verða haldnir dagana 30. nóvember og 1. Desember og var þema þeirra "Áhrif". Árgangar og nemendur eru paraðir saman í vinapör (1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur, 3. og 8. bekkur 4. og 9. bekkur, 5. og 10. bekkur) og vinna saman stjörnu sem er tákn að hafa áhrif. Þessar stjörnur verða festar á vegg í íþróttahúsinu. Sérstök dagskrá er tileinkuð Fullveldi Íslands. Grænfáninn verður afhendur skólanum í 7. sinn og þá fer hinn árlega tískusýning nemenda í 5. bekk fram 1. desember. 
Kveikt á jólatré á Bessastöðum 4. desember
Forsetajólatré að Bessastöðum, 1.–3. bekkur farið kl. 9:30 með rútum frá bílastæðum við Breiðumýri. Súkklaðidrykkur og piparkökur í boði forseta. 

Litlu jól 
Þriðjudaginn 19. desember seinnipartinn fyrir nemendur í 6. - 10. bekk:
Litlu-jól og jóladiskó fyrir nemendur í 6. og 7. bekk frá kl. 17:00 - 19:00 og fyrir 8.- 10. bekk frá kl. 20:00 - 22:30 í sal skólans.
Miðvikudaginn 20. desember fyrir nemendur í 1. - 5. bekk:
Litlu jól hjá 1. - 5. bekk kl. 9:00 - 11:30. Skóla lýkur kl. 11:45. Tekið verður á móti nemendum sem þurfa að koma fyrr kl. 8:15 á bókasafninu.

Miðvikudaginn 3. janúar 2018 hefst skólinn samkvæmt stundaskrá.
 
Til baka
English
Hafðu samband