Vinaliðar í Álftanesskóla
09.11.2017
Í haust byrjaði Álftanesskóli með verkefnið Vinaliðar. Verkefnið gengur út á að efla þátttöku nemenda í afþreyingu í frímínútum og að skapa betri skólabrag. Nemendur úr 4. – 7. bekk sjá um leiki í frímínútum fyrir alla nemendur skólans. Skipt er um leiki á tveggja vikna fresti og eru það Vinaliðarnir sem velja nýja leiki hverju sinni. Valdir eru nýir Vinaliðar í janúar og þannig gefst fleiri krökkum kostur að vera Vinaliði yfir skólaárið.
Verkefnið er norskt að uppruna en það var Árskóli á Sauðárkróki sem byrjaði með verkefnið á Íslandi og nú eru um 50 skólar á landinu þátttakendur. Hægt að lesa um verkefnið á www.vinalidar.is
Hér má sjá myndir