Lestrarhundur - þróunarverkefni
08.11.2017
Kæru foreldrar nemenda Álftanesskóla.Í Álftanesskóla leitum við ýmissa leiða til að efla áhuga barna á lestri. Fyrir þó nokkru síðan vaknaði áhugi á að leyfa börnum að lesa fyrir hund en það hefur gefið góða raun bæði hér á landi og erlendis.
Hundurinn er þriggja ára íslenskur fjárhundur sem heitir Freyja og er alin upp á heimili með ungum börnum. Hún hefur ekki áður prófað að vera lestrarhundur í grunnskóla en er ljúf, síkát og jákvæð eins og hún á kyn til. Hér má sjá dæmi um verkefni þar sem hundur aðstoðar við lestur:
http://hundalifspostur.is/2017/06/19/lesid-fyrir-spoa/
http://www.borgarbokasafn.is/is/content/hundar-sem-hlusta
Til stendur að Auður sérkennari og verkefnastjóri skólans um lestur og lestrarfræði geri tilraun til að hafa hundinn Freyju með sér nokkra tíma og leyfa börnum í 1.–3. bekk að lesa fyrir hann. Einnig myndi hundurinn vera með Auði í sérkennslutímum hjá 4. og 5. bekk einn tíma í viku.
Það er von okkar að Freyja hafa góð áhrif á nemendur en ýmsar vísbendingar eru um að hundar hafi góð áhrif á líðan fólks og eru dæmi um hunda á öldrunarheimilum, almenningsbókasöfnum og í hegðunarverum skóla.
Um þróunarverkefni er að ræða þar sem bæði börnum og hundi þarf að líða vel í þessum aðstæðum.
Ef foreldrar og barn hafa áhyggjur og eða barn er með ofnæmi fyrir hundum, hrætt við hunda þá endilega hafið samband og við tölum saman og leysum sama þau efni sem upp geta komið.
Með góðum samstarfskveðjum
Sveinbjörn Markús Njálsson
skólastjóri