Grænfánastarf Álftanesskóla
Álftanesskóli sótti fyrst um þátttöku í Grænfánaverkefni Landverndar haustið 2004 og fékk Grænfánann afhentan í fyrsta sinn í maí 2005. Grænfáninn er veittur til tveggja ára í senn og er því sótt um hann að nýju með nýjum markmiðum. Nú höfum við sótt um fánann í sjöunda sinn og því fylgir að taka saman stöðu umhverfismála skólans, koma með tillögur að mögulegum verkefnum og setja okkur markmið. Þann 15. september síðastliðinn fengum við Caitlin Wilson í grænfánaúttekt. Skólinn var skoðaður og rætt um þau ýmsu verkefni sem við höfum verið að vinna að s.l. tvö ár. Skýrslan var grandskoðuð og höfum við fengið ítarlegt mat með bæði hvatningu og góðum uppástungum um möguleg framhald í verkefnagerð.
Meira af Grænfánanum en 27. október síðastliðinn var haldinn Grænfána-fræðslufundur og Katrín Magnúsdóttir kom í heimsókn til okkar. Hún er höfundur handbókarinnar „ Á grænni grein umhverfisvitund og sjálfbærni“. Fræðslufundurinn var mjög upplýsandi og kærkomin byrjun á nýja tímabilinu í okkar vinnu. Þemað sem við völdum lýðræðislega eru lýðheilsa, neysla og náttúruvernd.
Ný grænfáninn verður afhentur með pompi og prakt í sjöunda sinn þann 24. nóvember næstkomandi á Kærleiksdögum en þá eru nemendur í 5. Bekk með sína árlegu tískusýningu úr verðlausum efnum.
Endurgjöf til skóla vegna Grænafánaúttektar