Helga Sigríður í 2. sæti í Stóru upplestrarkeppninni
24.03.2017
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju, fimmtudaginn 23. mars. Á hátíðinni lásu nemendur í 7. bekk úr Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla svipmyndir úr skáldverki og ljóð. Skáld keppninnar í ár voru Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurðardóttir.
Keppendur Álftanesskóla voru: Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, Helga Sigríður Kolbeins og Lilja Dögg Jóhannsdóttir var varamaður. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, afhenti öllum lesurum viðurkenningu fyrir þátttöku í lokahátíðinni og þrír bestu lesararnir fengu verðlaun.
Helga Sigríður Kolbeins var í öðru sæti. Keppendur stóðu sig frábærlega bæði í undirbúningi og sjálfri keppninni.
Hér má sjá myndir