Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólamatur

06.02.2017
Skólamatur

Í haust framkvæmdi Skólamatur sína árlegu viðhorfskönnun meðal forráðamanna nemenda.  Viðbrögðin voru mjög góð og hafa svörin nýst mjög vel til að þróa og bæta skólamatinn. Helsta áherslan í vetur hefur verið fækkun á unnum kjötvörum en 2/3 rétta er nú matreiddir frá grunni í eldhúsum þeirra, eftir einföldum uppskriftum og í takt við ráðleggingar næringarfræðings. Aukin áhersla hefur verið lögð á hreint kjöt og minna fasað, gróft brauð, hýðishrísgrjón og grænmetisrétti. 

Aðrar áherslur eru að nú geta nemendur valið á milli tveggja aðalrétta alla daga. Er það gert til að koma til móts við stækkandi hóp nemenda sem kjósa að sleppa kjöti eða vilja fjölbreyttara úrval fisktegunda. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að upplýsa betur um gæði matarins. Á heimasíðu Skólamatar má finna matseðla ásamt næringarupplýsingum. 

Til baka
English
Hafðu samband